Markmið Gray Label er einfalt þau setja börnin alltaf í fyrsta sæti.
Þægindi í fyrirrúmi, lágmarka sóun og umhverfisáhrif með því að sameina tímalausa hönnun, hágæða og endingargóðar flíkur sem ganga í mörg ár og á milli barna. Allar flíkurnar þeirra eru úr lífrænum mjúkum bómull.
Gray Label er GOTS vottað fyrirtæki, frá búskap til framleiðslu.
Að kaupa GOTS vottaða vöru, þýðir að þú ert að fjárfesta í vatns og orkusparnaði, hreinna lofti, betri jarðvegi og bættum lífsgæðum.