Um okkur

Pínupons er vefverslun sem leggur áherslu á að velja inn vörur sem eru framleiddar í smærra magni, við styðjum hugtakið "slow fashion".
Við veljum að selja vandaðar, handgerðar, hágæða sem og skemmtilegar vörur fyrir börn. 
Stíllinn okkar er stílhreinn, tímalaus og vörurnar hugsaðar til að endast í mörg ár og á milli barna.

Við bjóðum líka upp á fallegar og stílhreinar vörur fyrir mömmurnar. En það má ekki gleyma að tríta þær í leiðinni. 

Upphaf Pínupons voru regnboga veggskrautin okkar og munum við að sjálfsögðu halda áfram að handgera þau eftir pöntunum fyrir ykkur og verða þau allra vinsælustu áfram í boði. 

Ég vona að þið og börnin verðið glöð með ykkar vöru og njótið góðs af.

Takk fyrir að velja Pínupons. 

Andrea